Nýjast á Local Suðurnes

Grauturinn mælist vel fyrir í Grindavík

Leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann, er stundum haft á orði og því freistandi að taka á móti ungum nemendum með hafragraut í skólanum á morgnana.  Nemendur á yngsta stigi hafa margir verið duglegir að nýta sér tilboð um grautinn sem er í boði alla morgna frá kl. 7.30-7.55.

Að sögn Sigurbjargar Guðmundsdóttur sem mætir árla morguns til að hræra í pottinum, hefur góður hópur mætt til að gæða sér á grautnum sem í boði er inni í skólaselinu.  Grauturinn er í boði skólans og er úrvals undirstaða fyrir daginn, vonandi nýta sem flestir sér þetta góða tilboð, segir á heimasíðu grunnskólans.

hafragrautur1

Fjöldi barna nýtur þess að fá sér hafragraut á morgnanna í Grindavík