Nýjast á Local Suðurnes

Kjartan Már: “Stefnan er enn sú að vinna að framgangi kísilveranna í Helguvík”

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir það vera hluta af starfi sínu að framfylgja stefnu bæjarstjórnar á hverjum tíma og að stefna bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ sé enn sú að vinna að framgangi kísilveranna í Helguvík.

Þetta segir Kjartan Már í umræðum á Facebook, sem sköpuðust í kjölfar viðtals sem hann veitti í Morgunútvarpi Rásar 2, eftir atvik sem kom upp í kísilveri United Silicon þegar heitur málmur lak á gólf verksmiðjunnar, sem varð til þess að rýma þurfti húsnæðið og stöðva framleiðsluna. Kjartan Már var gagnrýndur í áðurnefndum umræðum fyrir framgöngu sína í viðtalinu.

“Bæjarstjóri framfylgir stefnu og talar máli bæjarstjórnar á hverjum tíma. Stefnan er enn sú að vinna að framgangi kísilveranna í Helguvík.” Segir bæjarstjórinn í umræðum á Facbook-síðu Andstæðinga stóriðju í Helguvík.

Gangi núverandi áætlanir eftir munu tvær kísilverksmiðjur, Thorsil og United Silicon, starfrækja alls átta ljósbogaofna í Helguvík.