Nýjast á Local Suðurnes

Bæta tæplega 20 milljónum við hvatagreiðslur

Rekstur sjóða Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar (ÍT ráð) er í jafnvægi ef frá eru talin útgjöld vegna hvatagreiðslna en ljóst er að það fjármagn sem úthlutað var í hvatagreiðslur dugar ekki til.

ÍT ráð mun þar af leiðandi bæta við 17 milljónum króna á nýju fjárhagsári í þennan lið sem léttir undir fjárhagslega með foreldrum barna á grunnskólaaldri og til 18 ára aldurs sem taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.

Þetta kom fram á síðasta fundi ráðsins, en þar var einnig greint frá því að ÍT ráð sé afar stolt af því að geta styrkt margvísleg verkefni tengd íþróttum, tómstundum og forvörnum.