Nýjast á Local Suðurnes

Biluð skúta í vanda suður af Grindavík

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Oddur V. Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, er nú á leið til aðstoðar erlendri skútu sem stödd er um 19 sjómílum suður af Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsjörgu.

Um borð í skútunni eru fimm manns sem eru orðnir mjög þreyttir og slæptir eftir að barist við bilanir í skútunni í nokkra sólarhringa. Nú er svo komið að vél skútunnar er óvirk og aðalseglið ónýtt.

Leiðindaveður er á svæðinu, SSA 12-17m sek og slæmt í sjó, dufl við Grindavík sýnir 4m ölduhæð.

Gert er ráð fyrir að björgunarskipið verði komið að skútunni um klukkan 21:30 ef allt gengur að óskum, segir jafnframt í tilkynningunni.