Nýjast á Local Suðurnes

Ellefu af Suðurnesjum berjast um landsliðssæti

Íslenska landsliðið í pílukasti mun keppa á heimsmeistaramóti WDF (World Cup) sem fram fer í Esbjerg í Danmörku í september.

Kristján Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla og kvenna hefur valið 21 leikmann, 13 karla og 8 konur, í æfingahóp sem hefur æft saman í sumar, en af þessum leikmönnum kemur rúmlega helmingur, eða ellefu manns úr pílufélögum af Suðurnesjum.

Kristján á síðan erfitt verkefni fyrir höndum en hann mun velja 4 karla og 4 konur sem mynda endanleg landslið, segir á vef dart.is

Keppendurnir af Suðurnesjum eru eftirfarandi: