Keflvíkingar einir á toppnum í Dominos-deildinni

Keflavík sigraði nýliða Hattar örugglega, 99:69, í 4. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Keflvíkingar hafa þar með unnið alla leiki sína í deildinni til þessa og eru einir á toppnum með 8 stig.
Keflvíkingar voru með undirtökin allan tímann. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 15:14 fyrir Keflavík. Þeir stungu gestina af í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 54:31.
Gestirnir minnkuðu muninn örlítið í þriðja leikhluta en heimamenn sigruðu með 30 stiga mun, 99:69.
Stigahæstur í liði Keflavíkur var Valur Orri Valsson með 18 stig og Magnús Már Traustason með 16 stig.