Njarðvík í úrslit Geysisbikarsins

Njarðvík mætir Stjörnunni í úrslitaleik Geysisbikarsins í körfuknattleik á laugardaginn, eftir 81-72 sigur á KR í Laugardalshöllinni í kvöld.
Sigur Njarðvíkinga var verðskuldaður en KR-ingar sem hófu leikinn af krafti áttu nokkru góð áhlaup sem Njarðvíkingar náðu að verjast.
Elvar Már Friðriksson var stigahæstur Njarðvíkinga með 18 stig, Logi Gunnarsson átti frábæran leik og skoraði 16 stig, Eric Katenda 15 og Jeb Ivy 14.