Nýjast á Local Suðurnes

Einar Orri áfram hjá Keflavík

Einar Orri hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Keflavíkur um tvö ár. Einar sem hefur leikið með Keflavík allan sinn feril hefur skorað 10 mörk í 163 leikjum fyrir félagið í deild og bikar.

“Það er mikill fengur fyrir Keflavík að hafa landað framlengingu við Einar sem hefur mikið og stórt Keflavíkurhjarta og ætlar að berjast til síðasta blóðdropa til þess að koma liðinu upp um deild að ári.” Segir í tilkynningu frá Keflavík.