Nýjast á Local Suðurnes

Langþráður Njarðvíkursigur – Tvö mörk í uppbótartíma

Njarðvíkingar tóku á móti Vestra á Njarðtaks-vellinum, í annari deildinni í knattspyrnu í gær og lönduðu langþráðum sigri, en gengi liðsins hefur ekki verið sem best undanfarið og var sigurinn því kærkominn.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og settu fyrsta markið strax á 10. mínútu, þar var að verki Theodór Guðni, sem komst einn inn fyrir vörn Vestra og lagði hann framhjá markverðinum. Staðan 1 – 0 í hálfleik.

Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en vörn Njarðvíkinga hélt, þar til í uppbótartíma, en þá fengu gestirnir vítaspyrnu, sem þeir nýttu, 1-1 á 92. mínútu. Áhorfendur voru farnir að yfirgefa svæðið, þegar Styrmir Gauti Fjeldsted hamraði knettinum í netið hjá gestunum á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Njarðvíkingar eru í 8. sæti deildarinnar, með 14 stig eftir 11 leiki.