Nýjast á Local Suðurnes

Hafa gefið yfir þúsund skammta af mat – Fólk hvatt til að styrkja björgunarsveitirnar

Leit­in að Birnu Brjánsdóttur, sem meðal annars fer fram um allt Reykjanesið, er sú um­fangs­mesta sem björg­un­ar­sveit­ir slysvarna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hafa staðið fyr­ir. Um 570 manns taka þátt í leitinni og eru notaðar tvær þyrl­ur, 15-20 fjór­hjól, 11 leit­ar­hund­ar, 10 drón­ar og all­ur bíla­kost­ur björg­un­ar­sveit­anna, auk fjöl­margra einka­bíla sem notaðir eru til að ferja leitar­fólk á milli staða.

Mikill samhugur er á meðal þjóðarinnar í þessu erfiða máli og hafa fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar lagt björgunarsveitunum lið á einn eða annan hátt, Suðurnesjafyrirtækið Skólamatur er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa útvegað sveitunum mat, en fyrirtækið hefur athent um eitt þúsund máltíðir í dag.

“Já, við afhentum björgunarsveitum á suðurnesjum og í kópavogi c.a. 1000 skammta af kjötsúpu eða lasagna,” sagði Jón Axelsson, framkvæmdarstjóri í spjalli við Suðurnes.net. “Og við hvetjum aðra til að styðja björgunarsveitirnar, hver á sinn hátt.” Sagði Jón.

Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, hefur afþakkað fjársafnanir, en bent fólki á að styrkja frekar björgunarsveitir með fjárstyrkjum.

Þá hafa einstaklingar hvatt olíufélögin til að standa við bakið á björgunarsveitunum með því að gefa eldsneyti á tækjakost sveitanna.