Hilla féll á höfuð barns
Lögregla fékk í vikunni tilkynningu um að hilla úr innréttingu hafi fallið á höfuð barns. Barnið sem var í fangi móður sinnar þegar atvikið átti sér stað var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og málið tilkynnt til barnaverndar.
Þá féll maður í hálku og lenti á hnakkanum. Hann var einnig fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.