Nýjast á Local Suðurnes

Kosmos & Kaos og DaCoda tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna

Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2016 verða afhent þann 27. janúar næstkomandi við hátíðlega athöfn í Hörpunni, en um er að ræðu uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Suðurnesjafyrirtækin Kosmos & Kaos og Dacoda eru tilnefnd til verðlauna í ár, Kosmos&Kasos til 7 verðlauna og Dacoda til einna.

Hátíðin fer sem fyrr segir fram í Hörpunni þann 27. janúar og hefst kl 17:30. Athöfnin er öllum opin.