Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær selur hlut í Bláa lóninu

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 7. september síðastliðnum að selja hlut sveitarfélagsins, 0,13% í Bláa Lóninu hf. Bæjarstjórn staðfesti þá ráðstöfun á fundi sínum í gær

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót, greiddi þó atkvæði á móti og bókaði eftifarandi:

„Ég greiði atkvæði á móti sölu á hlut Reykjanesbæjar í Blá Lóninu. Komið hefur fram að Bláa Lónið verði á næstu mánuðum skráð á hlutabréfamarkað. Ég tel eðlilegt að bíða með allar hugmyndir um söluna þar til skráningu er lokið og virði bréfanna liggur fyrir. Meiri en minni líkur eru til þess að verðmæti bréfanna aukist við skráningu.“