Nýjast á Local Suðurnes

Byggja hljóðmön um Bitcoingagnaver

Unnið er að hljóðmælingum við orkufrekasta gagnaver Íslands, Mjölni, í Reykjanesbæ. Gagnaverið sem staðsett er á Fitjum er hannað er fyrir bitcoin-námuvinnslu og notar um eitt prósent af allri orku í landinu.

Töluverðar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum á dögunum um hávaða sem berst frá gagnaverinu, en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði Reykjanesbæjar er unnið að hljóðmælinum á svæðinu og í framhaldi af því verður farið í að hanna hljóðmön í kringum gagnaverið, en í skipulagi fyrir svæðið er gerð krafa um að hávaði fari ekki yfir 50 db.