Nýjast á Local Suðurnes

Ætlaði að verða næsti Pavarotti en varð Konungur götunnar

Kvart­mílu­klúbbur­inn stóð fyr­ir árlegri keppn­i sinni, „King of the street“, eða Kon­ung­ur göt­unn­ar, á at­hafna­svæði sínu í Kap­ellu­hrauni í blíðskapar veðri fyrir viku síðan.

elmar

Elmar Þór Hauksson

Að þessu sinni var nýtt ­fyr­ir­komu­lag á keppninni sem reyndi meira á öku­mann­inn og fólst aðallega í breytingum á ljósum en það gerir mönn­um erfitt fyr­ir að ná að draga andstæðing­inn uppi þótt þeir hafi meira afl. Þetta fyrirkomulag kom sér vel fyrir Suðurnesjamanninn Elmar Þór Hauksson sem gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina á 700 hestafla Plymouth Valiant bíl sínum sem er árgerð 1969, með 505 kúbik tommu vél og 2 gira powerglide skiptingu.

“Breytingarnar á keppnisfyrirkomulaginu hentuðu mér mjög vel,” sagði Elmar, “en þær fólust í því að vegalengdin var stytt, niður í 1/8 úr kvartmílu, en var áður 1/4. og einnig var start ljósunum breytt í svo kallað pro tree, þá kvikna öll 3 gululjósin í einu og svo græna. en ef startað er af stað á venjulegum ljósum þá telja 3 gululjósin niður eitt af öðru og svo græna, maður getur undirbúið sig betur og verið betur klár þegar græna kviknar.”

“Ég vann þetta vegna þess að keppinauturinn var ekki nægilega fljótur á ljósunum af stað, hann sofnaði á ljósunum. Samkvæmt öllu hefði hann átt að vinna, er á mun kraftmeiri bíl heldur en ég er á.” Sagði Elmar.

elmar valiant

Valiantinn er glæsilegur bíll

Mesti tíminn fer í að vinna í bílnum

Elmar hefur stundað kvartmíluna síðan 2003 og tekið þátt í fjölmörgum keppnum á vegum Kvartmíluklúbbsins. Hann segir Kvartmíluna vera tímafrekt sport að því leiti að mikið þurfi að nostra við bílinn, það þurfi ekkert sérstaklega mikla æfingu enda snýst þetta um að kunna að keyra.

“Það er svo sem enginn kúnst eða æfing sem þarf við að keyra, bara vera vakandi á ljósunum og standa drusluna eins og hún kemst,” Sagði Elmar Þór.

Og hann bætti við: “Mesti tíminn fer í að laga og betrum bæta bílinn á milli keppna, maður fer aldrei með bílinn eins í keppni, breytir alltaf einhverju á milli keppna.”

elmar bill

Elmar Við bílinn sem tryggði honum nafnbótina “Konungur götunnar”

Söng á bak við tjald sökum feimni en ætlaði samt að verða næsti Pavarotti

Elmari er meira til lista lagt en akstur og það í orðsins fyllstu merkingu en hann er einnig liðtækur söngvari og hefur sungið með Kirkjukór Keflavíkurkirkju í fjölda ára.

“Söngferillinn byrjaði þegar ég var 16 ára, þá tók ég þátt í söngleikja uppsetningu hjá Myllubakkaskóla, Díana Ívarsdóttir sá um þá og þar kom ég fram, mættí prufur og hélt að ég kæmist upp með það að standa einhversstaðar bakvið einhver og gæti bara hreyft varirnar,” Sagði Elmar spurður útí hvað hefði kveikt áhugann á söngnum fyrir alvöru en að hans sögn hóst söngferillinn um 8 ára aldur þegar hann ætlaði sér að verða næsti Pavarotti, foreldrum sínum og systkynum til mikils ama.

Elmar söngur

Feimnin varð þess valdandi að Elmar söng á bak við tjald á æfingum – En lét sig hafa það standa á sviðinu þegar á reyndi

“Eftir uppsetninguna í Myllubakkaskóla var ég þröngvaður til þess að syngja hlutverk heródesar úr Jesus Christ Superstar. Söng bak við tjald á æfingum þar sem ég var svo feiminn. Svo fór ég í skólakór FS undir leiðsögn Kjartans bæjarstóra og síðan lá leið í kirkjukórinn þar sem ég er búinn að vera þar í um 12 ár hugsa ég, ” sagði Elmar

“Svo byrjaði að sækja söngtíma 2005 hjá Ragnehiði Guðmundsdóttur og fór í kjölfarið af því í söngnám í Söngskólanum í Reykjavík.”

Elmar á einn vetur eftir í söngskólanum sem hann stefnir á að klára einhvern daginn, en ástæðuna fyrir drættinum á að klára segir Elmar vera þá að það hafi verið leiðinlegt að keyra Reykjanesbrautina daglega – Mun skemmtilegra sé að keyra kvartmílubrautina. Elmar tekur þó að sér að syngja við hin ýmsu tækifæri, bæði einsöng og með kirkjukórnum.

Óskum blaðamanns um að fá að prófa “Plymman” á lokuðu afgirtu svæði var umsvifalaust hafnað enda þarf bíllinn að vera klár í næstu keppni.

 

Myndir: B&B Kristinsson og úr einkasafni.