Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar styrkja varnarlínuna

Farid Zato, landsliðsmaður Tógó í knatt­spyrnu sem lék með KR á síðasta tíma­bili, er geng­inn í raðir Kefla­vík­ur. Það er mbl.is sem greinir frá.

Zato er 23ja ára gamal varnarmaður sem kemur væntanlega til með að styrkja Keflavíkurliðið töluvert en liðið situr á botni Pepsí-deildarinnar með aðeins fimm stig eftir 11 leiki en liðið hefur fengið á sig 24 mörk í þessum 11 leikjum.

Fyrir skömmu gekk banda­ríski fram­herj­inn Chukwudi Chij­indu til liðs við liðið og munu þessir tveir væntanlega spila næsta leik sem er gegn Víkingum á útivelli.