Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar semja við unga og efnilega knattspyrnumenn

Anton Freyr Hauksson hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík.  Samningurinn er til þriggja ára og gildir því út keppnistímabilið 2018.  Anton Freyr er 19 ára gamall varnarmaður og á að baki einn bikarleik með Keflavík og nokkra leiki í deildarbikarnum.  Hann lék sem lánsmaður með Njarðvík síðasta sumar og lék þá 19 leiki í 2. deildinni.  Anton Freyr hefur leikið með U-19 og U-17 ára landsliðunum.

anton freyr keflavik fotbolti

Ási Þórhallsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Keflavík.  Ási er tvítugur varnarmaður sem lék með yngri flokkum Keflavíkur en hann hefur einnig leikið með Njarðvík og FH.  Síðasta sumar lék Ási með Sindra og spilaði þá 18 leiki í 2. deildinni og skoraði tvö mörk.

asi keflavik fotbolti