Samstarfsverkefni félagsþjónustu Reykjanesbæjar og lögreglu sagt framúrskarandi
Sérstaklega er fjallað um samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna, þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi, í nýútkominni skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Þar eru framúrskarandi nýsköpunarverkefni kynnt. Verklagið var fyrst þróað sem samstarfsverkefni félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Lögreglunnar á Suðurnesjum og tekið upp í framhaldinu hjá öðrum lögregluyfirvöldum.
Frá þessu er greint á vef mbl.is, en þar kemur einnig fram að Efnahags- og framfarastofnunin hafi valið íslenska samstarfsverkefnið sem fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að breyta rótgrónu kerfi til hins betra.
Í skýrslunni, sem lesa má á vef lögreglunnar, er greint frá því hvernig lögreglan og sveitarfélögin tóku upp nýtt verklag í þessum málaflokki og sendu út þau skilaboð að heimilisofbeldi er ekki liðið.