Nýjast á Local Suðurnes

Segja ástandið slæmt á Ásbrú

Fjöldi hælisleitenda býr á á Ásbrú

Hælisleitendur á Ásbrú segja að þeim hafi verið meinað að yfirgefa herbergi sín og neitað um mat, séu þeir ekki með grímur. Þeir segja einnig að einungis einni grímu sé úthlutað á mann á dag.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu samtakanna Refugees in Iceland. Í færslunni er því einnig haldið fram að sameiginlegum rýmum hafi verið lokað af sóttvarnaástæðum. Mat sé þess í stað úthlutað á milli 12-13 og 18-19 og ef fólk kemst ekki til að ná í mat á tilskildum tíma fái það engan mat, segir í færslunni. Þá er einnig lýst þröngum aðbúnaði og slæmu andlegu ástandi margra sem búa á staðnum.

Í frétt sem birt er á vef Vísis kemur fram að Útlendingastofnun hafni þessum ásökunum að mestu.