Nýjast á Local Suðurnes

Skólastarf gæti raskast á morgun

Aftakaveðri er spáð á landinu á morgun, þriðjudaginn 10. desember og benda skólastjórnendur foreldrum á að fylgjast vel með veðurspám og vera við viðbúin að þurfa að sækja börnin þegar skóla lýkur ef veðurspá gengur eftir.

Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf.

Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.

Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.

The Icelandic Meteorological Office has issued a warning about bad weather forecasts for tomorrow (Tuesday) and Wednesday. We would like to ask you parents to pay close attention to the weather when the school day ends and come and pick up your children if needed. When weather forecasts indicate that storms are in the offing, the police and the Civil Protection team monitor closely, contact the schools and issue warnings if necessary. Most important, however, is that parents keep a close watch on the forecasts and weather and behave in accordance with the circumstances. It is the responsibility of the parents to assess whether sending a child to the school is safe if the weather is bad, although no notification has been received from the authorities. It is important to report this to the school and it is regarded as a normal absence. However, the school is always open and there is a safe place for the students.