Nýjast á Local Suðurnes

Arnar Dór í úrslitum The Voice í kvöld

Úrslitaþáttur The Voice Ísland fer fram í kvöld og að venju verður þátturinn tekinn upp á Ásbrú og sendur út í beinni útsendingu á Skjánum. Einn Suðurnesjamaður er enn með í baráttunni, en það er Arnar Dór Hannesson, sem á ættir sínar að rekja til Suðurnesja.

Arnar Dór hefur staðið sig einstaklega vel í keppninni til þessa og verður að teljast nokkuð sigurstranglegur. Það eru þó áhorfendur sem velja sigurvegarann í kvöld, en hægt er að kjósa Arnar Dór, með því að hringja eða senda sms í númerið 900-1003.

Vinir og aðdáendur Arnars Dórs ætlað að hittast á Ölstofu Hafnarfjarðar og horfa á keppnina og eru allir velkomnir.