Nýjast á Local Suðurnes

Búast við að atvinnuleysistölur rjúki upp

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar telur viðbúið að mikil aukning verði á skráðu atvinnuleysi bæði nú og í næsta mánuði á Suðurnesjasvæðinu.

Reykjanesbær mun fara í sérstakt átak á næstu vikum í samstarfi við Vinnumálastofnun, þar sem einstaklingum á skrá hjá stofnuninni verður boðin vinna við tímabundin verkefni. Þetta er í samræmi við samþykktir bæjarráðs og miðast við úrræði á vegum stofnunarinnar sem nefnist Ráðningarstyrkur.

Menningar- og atvinnuráð lýsir yfir áframhaldandi áhyggjum af atvinnuástandi í Reykjanesbæ og hvetur fyrirtæki og stofnanir til að sækja fram.