sudurnes.net
Búast við að atvinnuleysistölur rjúki upp - Local Sudurnes
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar telur viðbúið að mikil aukning verði á skráðu atvinnuleysi bæði nú og í næsta mánuði á Suðurnesjasvæðinu. Reykjanesbær mun fara í sérstakt átak á næstu vikum í samstarfi við Vinnumálastofnun, þar sem einstaklingum á skrá hjá stofnuninni verður boðin vinna við tímabundin verkefni. Þetta er í samræmi við samþykktir bæjarráðs og miðast við úrræði á vegum stofnunarinnar sem nefnist Ráðningarstyrkur. Menningar- og atvinnuráð lýsir yfir áframhaldandi áhyggjum af atvinnuástandi í Reykjanesbæ og hvetur fyrirtæki og stofnanir til að sækja fram. Meira frá SuðurnesjumSlysagildra við Greniteig – “Margir eru að keyra eins og fantar”Átak lögreglu: “Íbúar sjálfir sem virða ekki hraðatakmarkanir”Kynna Amerískan fótbolta í ReykjanesbæOddný býður sig fram til formanns – Vill ókeypis heilbrigðisþjónustuVarðskip til taks við GrindavíkSlasaðir sóttir við gosstöðvarnar – Loka svæðinu ef þörf krefurFrítt í sund og vöfflusala í VatnaveröldIsavia úthlutar styrkjum – Tvö Suðurnesjaverkefni fengu styrkÁtak til atvinnusköpunar – Umsóknarfrestur til 21. janúarNilfisk “haglabyssa” hélt árásarmanni frá starfsfólki skartgripaverslunar