Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega 1200 börn njóta góðs af hvatagreiðslum – Iðkendur Keflavíkur með flestar úthlutanir

Hagdeild Reykjanesbæjar hefur tekið saman skiptingu á hvatagreiðslum til foreldra barna sem stunda íþróttir og tómstundir og flokkað frá hvaða íþrótta- og eða tómstundafélögum iðkendurnir eru að koma. Tölfræðin var tekin saman að beiðni íþrótta- og tómstundafulltra sveitarfélagsins, en í fundargerðium tómstundaráðs kemur fram að rúmlega 1200 börn og unglingar njóti góðs af hvatagreiðslunum.

Fleiri stúlkur en strákar nota hvatagreiðslur, en 645 stúlkur og 591 strákar nýta hvatagreiðslur. Þá er hlutfall erlendra barna 9,8 % og þar er verk að vinna við að fjölga erlendum börnum í starfi íþrótta- og tómstundafélaga, segir í bókun ráðsins.

Iðkendur frá Keflavík eru með flestar úthlutanir alls 662. Njarðvík er með 277 og Danskompaní 153, aðrir eru með færri úthlutanir. Flestir iðkendur Keflavíkurmegin eru frá knattspyrnudeildinni sem eru með 282 úthlutanir, fimleikadeildin er með 203 og körfuknattleiksdeildin er með 132 úthlutanir. Hjá Njarðvík eru flestir iðkendur hjá körfuknattleiksdeildinni með alls 156 úthlutanir, knattspyrna er með 61 og sunddeild með 44, aðrir eru með færri úthlutanir.