Leituðu að manneskju í grennd við gossvæðið
Leit er hafin að manneskju á gossvæðinu á Reykjanesskaga. Björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út úr mörgum sveitum.
Frá þessu er greint á Vísi.is, en þar segir að björgunarsveitir hafi litlar upplýsingar, „Viðkomandi virðist hafa gengið frá Reykjanesbraut. Eina sem við höfum upplýsingar um er að ferðafélagar hans tilkynna að viðkomandi sé örmagna,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis.
Uppfært kl. 15:35: Maðurinn, erlendur ferðamaður, er fundinn heill á húfi.