Nýjast á Local Suðurnes

Geta eytt sóttkví í lúxus – Þessi hótel taka þátt!

Nokkrir gististaðir á Suðurnesjum bjóða ferðalöngum sem þurfa að sæta sóttkví frá og með 19. ágúst næstkomandi upp á þá þjónustu sem þarf, en reglurnar eru nokkuð stífar. Þannig þurfa ferðalangar í sóttkví að hafa aðgang að sér baðherbergi, vera útvegað handklæði og annað nauðsynlegt til fimm daga dvalar auk þess sem viðkomandi gististaðir þurfa að aðstoða gesti við að útvega mat og aðrar nauðsynjar.

Þeir gististaðir sem bjóða upp á þessa þjónustu á Suðurnesjum eru Hótel Keflavík, en þar geta gestir nýtt sér lúxussvítur hótelsins ef þeir vilja, en fimm stjörnu einingin Diamond suites er á listanum. Þá eru Keflavík Guesthouse, Hótel Duus, Northernlight inn, Sandgerði Cottages og Eco Atlas einnig á lista Ferðamálastofu yfir þá gististaði sem bjóða fólk í sóttkví velkomið.