Nýjast á Local Suðurnes

Tóku Friðjón á orðinu og stálu bæjarstjóranum – Myndband!

Kosningabaráttan í Reykjanesbæ hefur verið á rólegu nótunum hingað til og flestir flokkar sammála um helstu baráttumálin. Flestir flokkar vilja einnig halda bæjarstjóranum, Kjartani Má Kjartanssyni á sínum stað.

Félagarnir í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna eru þekktir fyrir að vera á léttu nótunum og tóku bæjarstjóramálin á næsta stig og hreinlaga stálu bæjarstjóranum um hábjartan dag eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.