Nýjast á Local Suðurnes

Hreinsuðu steypubíla við vinsælt útivistarsvæði

Mynd: Skjáskot / Facebook

Haft var samband við lögreglu vegna meintra umhvefisspjalla í dag þegar starfsmenn á steypubílum frá Steypustöðinni hreinsuðu bíla sína við vinsælt útvistarsvæði barna við Bolafót í Njarðvík. Ólafur Gunnar Ingason greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni og birti þar myndir máli sínu til stuðnings.

Ólafur segir í færslu sinni að fyrirtækið sem um ræðir hafi ekki viljað tjá um málið þegar hann kvartaði og að lögregla hafi ekkert aðhafst vegna þessa. Færslu Ólafs auk mynda má sjá hér fyrir neðan og umræður um málið má sjá á lokuðu svæði íbúa Reykjanesbæjar á Facebook.