Nýjast á Local Suðurnes

Þvottahöllin bauð best í þvott og samanbrot fyrir HSS

Þvottahöllin átti lægsta boð í þvott á líni og frágangi þess fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en verkefnið var boðið út á dögunum.

Tveir aðilar buðu í verkefnið sem felst í þvotti og samanbroti á um þremur tonnum af líni á mánuði, til afhendingar á línlager sjúkrahússins að Skólavegi í Reykjanesbæ.  Verði samið við Þvottahöllina mun samningsupphæðin nema um 15 milljónum króna á ársgrundvelli. Kostaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á tæplega 14 milljónir króna.