Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitir kallaðar út – Verktakar hugi að framkvæmdasvæðum

Búið er að kalla út björgunarsveitir á Suðurnesjum þar sem verður er afar slæmt í augnablikinu. Lögregla hvetur verktaka til að huga að framkvæmdasvæðum.

Tilkynning lögreglu:

Kári karlinn að þenja sig eitthvað í dag hjá okkur. Var þetta ekki búið?
Erum að fá tilkynningar um hluti að fjúka og hurðar að fjúka upp. Endilega gangið úr skugga um að allt sé öruggt í umhverfinu hjá ykkur eins og garðhúsgögn, grill og trampólínin blessuðu. Annars bara innivera, kakó og páskaegg.
Eigið góða helgi.

Viðbót:
Það er sannkallað skítaveður og verður fram á kvöld. Búið er að ræsa út björgunarsveitir og hvetjum við verktaka til að huga að framkvæmdarsvæðum eins og nýbyggingum. Reynum að halda björgunarsveitunum heima um páskana og leggjumst öll á að hafa hlutina bara í lagi í okkar umhverfi.