Nýjast á Local Suðurnes

Jóhanna Rut og sápufótbolti á 17. júní unglingaskemmtun

Jóhanna Ruth - Mynd: Skjáskot Stöð 2

Það verður nóg um að vera fyrir unglinga á 17. júní í Reykjanesbæ, en boðið verður upp á hörku kvöldskemmtun í ungmennagarðinum við 88-húsið. Jóhanna Ruth, sigurvegari Ísland got talent mun stíga á svið auk þess sem Bryn ballet og Danskompaný munu sýna dans. Dagskráin hefst klukkan 19.30 og lýkur um klukkan 22.

Þá verður boðið uppá sápufótbolta auk þess sem ungmennagarðurinn verður opinn fyrir gesti og gangandi. Athygli er vakin á því að það þarf að skrá lið til keppni í sápufótboltanum.