Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla skoðar heimagistingar – Hvetja fólk til að koma leyfismálum í lag

Lögreglan á Suðurnesjum mun á næstunni heimsækja aðila sem auglýsa heimagistingu í þeim erindagjörðum að athuga hvort tilskilin leyfi séu til staðar sem og bókhaldsgögn yfir reksturinn. Lausleg könnun Suðurnes.net á húsnæðisleigusíðunni Airbnb.com síðastliðið haust, leiddi í ljós að mikill fjöldi íbúða og herbergja á Suðurnesjum eru skráð á þessari vinsælustu húsnæðisleiguleitarvél heims.

Umræddar heimsóknir lögreglu eru liður í að fylgjast með því að þeir sem bjóða upp á heimagistingu í umdæminu fari að lögum og reglum þar að lútandi.

Viljum við því hvetja þá aðila sem ekki hafa orðið sér úti um leyfi að gera það hið snarasta, segir á Fésbókar-síðu lögreglunnar.