Nýjast á Local Suðurnes

Gríðarlegt álag á bílstjórum – Leggur til að strætókortum flóttafólks verði lokað

Eigandi Bus4U, rekstraraðila strætó í Reykjanesbæ, leggur til að strætó­kort­um flótta­fólks verði lokað. Þetta kemur fram í erindi fyrirtækisins til bæjarráðs Reykjanesbæjar og mbl.is hefur undir höndum. Í erindinu kemur meðal annars fram að starfsfólk fyrirtækisins verði fyrir áreiti og að illa gangi að manna vagna fyrirtækisins af þeim sökum.

Suðurnes.net fjallaði um málið á dögunum, en í svörum sviðstjóra hjá Reykjanesbæ við fyrirspurn kom fram að lítið væri um vandamál það sem af væri sumri, en að skoða þyrfti almenningssamgöngur þegar líða færi að skólabyrjun. Þetta stangast á við það sem kemur fram í erindi Bus4U, en þar segir að “ákveðnir hóp­ar“ séu ágeng­ir og frek­ir, að börn veigri sér við því að nota strætó sök­um áreit­is, skemmd­ar­verk á vögn­um hafi auk­ist, bíl­stjór­ar hrökklist úr starfi og að ef ekk­ert verði að gert þá stefni í þjón­ustu­fall. Til að sporna við þessu legg­ur hann til að strætó­kort­um flótta­manna verði lokað.

„Kvart­an­ir til bíl­stjóra og annarra starfs­manna/​eig­enda Bus4U snúa all­ar að því sama, fólk veigr­ar sér við að nota vagn­ana og börn eru að hverfa úr vögn­un­um vegna þrengsla og áreit­is. Einnig hef­ur reynst nær ómögu­legt að halda tímapl­an ferða,“ segir í erindinu.

Þá segir orðrétt að „Álag á bíl­stjór­um er gríðarlegt, þar sem ákveðnir hóp­ar eru mjög ágeng­ir og frek­ir á sína stöðu. Fé­lagið á vegna þessa í mikl­um vand­ræðum með að manna bíl­ana því van­ir bíl­stjór­ar eru að hrökklast úr starfi og nýir bíl­stjór­ar hætta nær sam­stund­is.“