Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar semja við Björn Kristjánsson

Björn Kristjánsson hefur skrifað undir samning um að leika með Njarðvíkingum í Dominos-deildinni í körfuknattleik. Björn er reynslumikill bakvörður sem hefur undanfarin ár leikið stórt hlutverk í meistarliði KR.

“Björn er óneitanlega virkilega góð viðbót í okkar frábæra hóp og bjóðum við hann velkomin til leiks í Ljónagryfjunni. Nú höfum við Njarðvíkingar tryggt okkur báða syni Kristjáns þar sem að Oddur bróðir Björns verður einnig í grænu líkt og greint hafði verið áður.” Segir í tilkynningu frá Njarðvíkingum.