Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar stefna hátt í kvennakörfunni – Sömdu við fjölda ungra leikmanna

Njarðvíkingar sömdu á dögunum við unga og efnilega leikmenn sem nú fá tækifæri í Dominos-deildinni

Körfuknattleiksdeild Njarðvikur samdi við fjöldan af flottum leikmönnum í kvennakörfunni í vikunni en Njarðvíkingar stefna að því að komast upp i hóp þeirra bestu aftur.

Stelpurnar hafa fengið góðan liðstyrk en Heiða Valdimarsdóttir hefur snúið aftur til Njarðvíkur.

Enn eru nokkrar sem eiga eftir að skrifa undir en vinna og landsliðsverkefni gerðu það að verkum að þær komust ekki en fréttir frá því koma á næstu dögum.

Eins og segir er stefnan sett hátt fyrir komandi leiktíð og eru stelpurnar byrjaðar að undirbúa sig fyrir átökin.