Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurbær hafnar samstarfi við Villiketti

Dýraverndunarfélagið Villikettir óskði á dögunum eftir samstarfi við Grindavíkurbæ og viðurkenningu á aðferðafræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neuter-Return) eða Fanga-Gelda-Skila.

Verkefnið gengur út á að ná dýrunum, gelda og framkvæma ófrjósemisaðgerðir. Rannsóknir erlendis sanna að TNR ( Trap – Neuter – Return ) eða Fanga-Gelda-Skila skilar mestum árangri í að fækka villiköttum og bæta velferð þeirra, enda eru mannúðleg sjónarmið höfð í fyrirrúmi.

 

Erindi Villikatta var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 8. nóvember síðatliðinn, þar sem bæjarráð þakkaði Villiköttum fyrir erindið, en sá sér ekki fært að taka þátt að þessu sinni og hafnaði erindinu því.