Nýjast á Local Suðurnes

Grunsamlegar mannaferðir tilkynntar til lögreglu

Innri - Njarðvík

Íbúar í Innri-Njarðvík hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir í kringum húsakynni undanfarið og hefur slíkt verið tilkynnt til lögreglu.

Þetta kemur fram í umræðum í Facebook hóp sem ætlaður er íbúum hverfisins. Þar kemur fram að nokkrir íbúar hafi orðið varir við grunsamlegar mannaferðir og að meðal annars hafi verið tekið hafi í hurðarhúna. Af umræðum að dæma virðist sem slíkt athæfi hafi átt sér stað víða um hverfið.

Þá gefa íbúar lýsingu á viðkomandi aðila, en hann er talinn vera á milli fertugs- og fimmtugsaldurs á bláum bíl.

Lög­regl­an á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið slíkar tilkynningar og hvetur íbúa til að gæta vel að eign­um sín­um og gera ráðstaf­an­ir til að koma í veg fyr­ir tjón vegna þjófnaðar, að því er seg­ir í dag­bók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.