Nýjast á Local Suðurnes

Allt hægt á Facebook: Viltu næla þér í auðvelda mömmu? Eða fá Hafnfirðing á góðu verði?

Í amstri dagsins geta nöfn á Facebook-hópum orðið frekar óheppileg eins og sannast á þessu dæmi um sölusíðu Hafnfirðinga á samfélagsmiðlinum Facebook, en við fyrstu sýn lítur út fyrir að verið sé að selja eða gefa Hafnfirðinga – Það er þó að sjálfsögðu ekki raunin, heldur er um að ræða hóp, hvar íbúar sveitarfélagsins geta auglýst hluti sem ekki nýtast þeim lengur til sölu, jaa eða gefins.

hafnfirdingar

Önnur síða hefur nú vakið svipað umtal á veraldarvefnum, en nafnið á Facebook-hópnum Auðveldar mömmur hefur valdið örlitlum misskilningi á meðal einstakra karlmanna sem venja komur sínar á samfélagsmiðilinn vinsæla, en sumir hafa talið að hér sé um afar þægilega leið til að næla sér í heila fjölskyldu á einu bretti, svo er þó ekki enda mun hópurinn vera stofnaður í þeim tilgangi að mæður geti þegið ráð hver frá annari.

Untitled design (13)