Nýjast á Local Suðurnes

Sex sundmenn og þjálfari frá ÍRB í landsliðinu sem keppir á Smáþjóðaleikunum

Landsliðsnefnd hefur nú lokið vali sínu á því sundfólki sem mun keppa fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikunum 2017, sem verða haldnir í San Maríno dagana 29. maí til 3. júní. Af 16 landsliðsmönnum vor sex sundmenn frá ÍBR valdir í liðið.

Þrjár stúlkur og þrír drengir  af Suðurnesjum voru valin í liðið að þessu sinni, en þau eru: Íris Ósk Hilmarsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdótti, Kristófer Sigurðsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Þröstur Bjarnason.

Þá mun þjálfari ÍRB, Steindór Gunnarsson vera með í för.