Nýjast á Local Suðurnes

Nes vann Hængsbikarinn

Mynd: Íþróttafélagið Nes

Um 200 kepp­end­ur frá 12 íþrótta­fé­lög­um tóku þátt á Hængsmót­inu sem fram fór á Ak­ur­eyri um helg­ina, um er að ræða opið íþrótta­mót fatlaðra sem að hef­ur verið haldið óslitið frá ár­inu 1983 og er aðal­grein móts­ins boccia.

Íþróttafélagið NES átti fulltrúa á mótinu, sem stóðu sig vel að vanda, en félagar í NES röðuðu sér í efstu sætin í bæði einstaklings- og sveitakeppninni í boccia, en þessi árangur tryggði NES Hængsbikarinn.

Þroska­hamlaðir Ein­stak­lingskeppni:

  1. sæti: Arn­ar Már Ingi­bergs­son NES
  2. sæti: Grét­ar Georgs­son NES
  3. sæti: Vil­hjálm­ur Jóns­son NES

Þroska­heft­ir  Sveita­keppni:

  1. sæti: NES B: Ragn­ar Lár­us Ólafs­son, Arn­ar Már Ingi­bergs­son og Kon­ráð Ragn­ars­son

Þá lenti Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir í 2. sætinu í lyftingakeppni kvenna.