Nes vann Hængsbikarinn

Um 200 keppendur frá 12 íþróttafélögum tóku þátt á Hængsmótinu sem fram fór á Akureyri um helgina, um er að ræða opið íþróttamót fatlaðra sem að hefur verið haldið óslitið frá árinu 1983 og er aðalgrein mótsins boccia.
Íþróttafélagið NES átti fulltrúa á mótinu, sem stóðu sig vel að vanda, en félagar í NES röðuðu sér í efstu sætin í bæði einstaklings- og sveitakeppninni í boccia, en þessi árangur tryggði NES Hængsbikarinn.
Þroskahamlaðir Einstaklingskeppni:
- sæti: Arnar Már Ingibergsson NES
- sæti: Grétar Georgsson NES
- sæti: Vilhjálmur Jónsson NES
Þroskaheftir Sveitakeppni:
- sæti: NES B: Ragnar Lárus Ólafsson, Arnar Már Ingibergsson og Konráð Ragnarsson
Þá lenti Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir í 2. sætinu í lyftingakeppni kvenna.