Nýjast á Local Suðurnes

Góður árangur Keflavíkurstúlkna gæti sett skemmtistað á hausinn

Stelpurnar og strákarnir sem sjá um fjörið á skemmtistaðnum Paddy´s við Hafnargötu í Reykjanesbæ eru dyggir stuðningsmenn kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik og tóku upp á þeirri nýbreytni að bjóða liðinu og forsvarsmönnum þess upp á fría drykki eftir að félagið tryggði sér sigur Maltbikarkeppninni KKÍ í febrúar.

Í kjölfarið myndaðist hefð, sem erfitt er að stöðva og eftir sigur liðsins í Dominos-deildinni á dögunum sendu þeir Paddy´s félagar frá sér afkomuviðvörun á Fésbókarsíðu sinni, hvar greint var frá því á léttu nótunum að fleiri titlar gætu stefnt rekstri staðarins í voða.