Nýjast á Local Suðurnes

Föstudagslög á fimmtudegi – Stebbi Jak og Andri Ívars í fyrsta sinn í Reykjanesbæ

Dimmusöngvarinn Stebbi Jak. og uppistandarinn og gítarleikarinn Andri Ívars eru löngu orðnir landsþekktir fyrir Facebook-síðu sína Föstudagslögin, en þar taka þeir félagar flotta slagara og gera að sínum fyrir 10.000 fylgjendur sína. Einn slíkan, Vetrarsólin, eftir Gunnar Þórðarson má finna neðst í fréttinni.

Þeir félagar munu halda sína fyrstu tónleika í Reykjanesbæ í kvöld fimmtudagskvöld. Tónleikarnir verða halnir á skemmtistaðnum Paddy´s og hefjast klukkan 21.00 og segja söngvararnir að öll bestu lög í heimi verði flutt í tilþrifamiklum acoustic útsetningum og gómsætir aulabrandarar sagðir af mikilli snilld.