Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar fresta síldarhlaðborði

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur ákveðið að fresta síldahlaðborði sem halda átti á föstudagskvöld, en þeir eru þó ekki af baki dottnir og hafa ákveðið að halda “mini” sídarhlaðborð í hádeginu á laugardaginn í vallarhúsinu við Afreksbraut.

Njarðvíkingar segja á Facebook-síðu sinni að enginn verði svikinn af “mini” síldarhlaðborðinu enda verðið í lægri kantinum en einungis kostar 1000 krónur í hlaðborðið. Þá minna Njarðvíkingar á að hægt er að tippa á laugardagsseðilinn sem lúrir á 100 milljóna potti.