Nýjast á Local Suðurnes

Næst flest hegningarlagabrot á Suðurnesjum

Embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman bráðabirgðatölur um afbrot á landinu öllu árið 2018. Næst flest brotin áttu sér stað á Suðurnesjum.

Hegningarlagabrot í lögregluembættunum níu dreifðust þannig að um 81% brota átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu, en næst flest á Suðurnesjum, eða 6%. Hlutfallslega var þó mest um fækkun hegningarlagabrota á hvern íbúa á Suðurnesjum, en skráð brot, samkvæmt bráðabirgðatölunum voru 261 á síðasta ári á móti vel á fjórðahundrað brotum á árinu áður.

Þegar fjöldi hegningarlagabrota á hverja 10 þúsund íbúa árið 2018 er skoðaður í samanburði við árið 2017 má sjá að mest hlutfallsleg aukning milli ára á hvern íbúa var á Austurlandi og á Norðurlandi vestra, en þar eru jafnframt fæst brot á íbúa.