Nýjast á Local Suðurnes

Óhapp í kísilmálmverksmiðju United Silicon – Heitur málmur lak úr keri

Heit­ur kís­il­málm­ur lak niður á gólf kísilmálmverksmiðju United Silicon um klukkan 13 í dag, þegar ker sem verið var að fylla á yf­ir­fyllt­ist. Er þetta sam­bæri­legt at­vik og kom upp þegar júlí, þegar slökkva þurfti á ljós­boga­ofn­in­um og hann var ekki ræst­ur aft­ur eft­ir viðgerðir fyrr en rúm­um mánuði síðar.

sögn Bruna­varna Suður­nesja þá var búið að keyra ofn­inn upp hægt og ró­lega und­an­farna daga. Í dag opnuðust hins veg­ar lok­ar í ker­inu með þeim af­leiðing­um að heit­ur málm­ur rann úr ker­inu og út á gólf.

Eng­inn slys urðu á fólki og hætt­an var liðin hjá er Bruna­varn­ir Suður­nesja komu á staðinn.