Óhapp í kísilmálmverksmiðju United Silicon – Heitur málmur lak úr keri

Heitur kísilmálmur lak niður á gólf kísilmálmverksmiðju United Silicon um klukkan 13 í dag, þegar ker sem verið var að fylla á yfirfylltist. Er þetta sambærilegt atvik og kom upp þegar júlí, þegar slökkva þurfti á ljósbogaofninum og hann var ekki ræstur aftur eftir viðgerðir fyrr en rúmum mánuði síðar.
Að sögn Brunavarna Suðurnesja þá var búið að keyra ofninn upp hægt og rólega undanfarna daga. Í dag opnuðust hins vegar lokar í kerinu með þeim afleiðingum að heitur málmur rann úr kerinu og út á gólf.
Enginn slys urðu á fólki og hættan var liðin hjá er Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.