Bílar skemmdir í Reykjanesbæ – Bílrúður brotnar í tugatali og bílar beyglaðir eftir grjótkast
Miklar skemmdir voru unnar á nokkrum bifreiðum, sem stóðu á baklóð við Grænásveg 10 í nótt. Um mikið tjón er að ræða, eins og sjá má í myndunum hér fyrir neðan.
Björgvin E. Sævarsson greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, en hann óskar eftir upplýsingum um þann eða þá sem þarna voru að verki og heitir verðlaunum til þess sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skemmdarvargarnir náist. Björgvin segir meðal annars í færslu sinni að ólíklegt sé að börn hafi unnið þessar skemmdir þar sem mikið afl þurfi til þess.
“Skemmdirnar eru miklar og af krafti kastanna að dæma voru þarna engin börn á ferð, auk þess sem að þetta var verk næturinnar.” Segir Björgvin, en færslu hans má finna hér fyrir neðan.