Nýjast á Local Suðurnes

Þjófar stálu jólabjór af palli og jólaseríu af tré

Tilkynnt var um þjófnað á 45 metra langri jólaseríu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Eigandi seríunnar hafði skreytt tré á lóð sinni með henni, en að morgni var hún horfin.

Þá hurfu tveir kassar af jólabjór af palli við íbúðarhús í umdæminu, einnig um helgina. Má leiða líkur að því að þarfa hafi verið á ferðinni óprúttnir aðilar sem hafi viljað auðvelda sér jólaundirbúninginn á kostað annarra, sem er hreint ekki til fyrirmyndar.