Icelandair mun kaupa 45 þúsund tonn af Helguvíkureldsneyti

Icelandair hyggst kaupa allt að 45 þúsund tonn á ári af eldsneyti af íslenska nýsköpunarfyrirtækinu IðunnH2, sem hefur fengið úthlutaðri lóð undir starfsemina í Helguvík. Eldsneytið er unnið úr rafmagni, vetni og endurunnu koldíoxíði, segir í tilkynningu, sem birt er á vef mbl.is.
Um er að ræða kolefnishlutlaust rafeldsneyti sem mun koma til með að nýtast til íblöndunar á núverandi flugvélarflota, og í kjölfarið minnka útblástur um allt að 10% í millilandaflugi á ári að samkvæmt tilkynningu frá félaginu.
„Með endurvinnslu koldíoxíðs helst magn þess í andrúmsloftinu óbreytt en eykst ekki eins og við framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis,“ segir í tilkynningunni.
Viljayfirlýsing var undirrituð í gær og er stefnt að því að árið 2028 muni flugfélagið hefja kaup á eldsneytinu.