Nýjast á Local Suðurnes

Icelandair mun kaupa 45 þúsund tonn af Helguvíkureldsneyti

Mynd: Icelandair

Icelanda­ir hyggst kaupa allt að 45 þúsund tonn á ári af eldsneyti af ís­lenska ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Iðunn­H2, sem hefur fengið úthlutaðri lóð undir starfsemina í Helguvík. Eldsneytið er unnið úr raf­magni, vetni og end­urunnu kol­díoxíði, segir í tilkynningu, sem birt er á vef mbl.is.

Um er að ræða kol­efn­is­hlut­laust ra­feldsneyti sem mun koma til með að nýt­ast til íblönd­un­ar á nú­ver­andi flug­vélar­flota, og í kjöl­farið minnka út­blást­ur um allt að 10% í milli­landa­flugi á ári að sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

„Með end­ur­vinnslu kol­díoxíðs helst magn þess í and­rúms­loft­inu óbreytt en eykst ekki eins og við fram­leiðslu og bruna jarðefna­eldsneyt­is,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Vilja­yf­ir­lýs­ing var und­ir­rituð í gær og er stefnt að því að árið 2028 muni flug­fé­lagið hefja kaup á eldsneyt­inu.