Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær taki á móti 350 flóttamönnum

Drög að þjónustusamningi Reykjanesbæjar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Fjölmenningarseturs um samræmda móttöku flóttafólks ásamt kröfulýsingu um þjónustu móttökusveitarfélaga við flóttafólk var kynntur á fundi velferðarráðs sveitarfélagsins á dögunum. Þar er lagt til að sett verði þak á fjölda flóttafólks í Reykjanesbæ, en að stefnt skuli að fækkun notenda til framtíðar.

Velferðarráð leggur til að hámark á fjölda notenda þjónustu Reykjanesbæjar samkvæmt samningnum verði hækkað í 350 með tilliti til núverandi stöðu í málaflokknum. Þó skuli stefnt að fækkun notenda til framtíðar. Ráðið samþykkir samninginn að öðru leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs, segir í fundargerð.