sudurnes.net
Reykjanesbær taki á móti 350 flóttamönnum - Local Sudurnes
Drög að þjónustusamningi Reykjanesbæjar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Fjölmenningarseturs um samræmda móttöku flóttafólks ásamt kröfulýsingu um þjónustu móttökusveitarfélaga við flóttafólk var kynntur á fundi velferðarráðs sveitarfélagsins á dögunum. Þar er lagt til að sett verði þak á fjölda flóttafólks í Reykjanesbæ, en að stefnt skuli að fækkun notenda til framtíðar. Velferðarráð leggur til að hámark á fjölda notenda þjónustu Reykjanesbæjar samkvæmt samningnum verði hækkað í 350 með tilliti til núverandi stöðu í málaflokknum. Þó skuli stefnt að fækkun notenda til framtíðar. Ráðið samþykkir samninginn að öðru leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs, segir í fundargerð. Meira frá SuðurnesjumReykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnumHagnaður Kaffitárs lækkar mikið – Eigið fé fyrirtækisins 350 milljónirEkki enn samið við flugvallarstarfsmenn – Aðgerðir gætu haft mikil áhrif á starfsemi KEFHúsnæði ekki ákjósanlegt til leikskólareksturs vegna rakaskemmdaBardagaíþróttir undir eitt þak í septemberTakmörkun á starfsemi í Reykjanesbæ vegna Covid 19Móðurfélagið fær byggingarnar í Helguvík í 15 milljarða gjaldþroti350 milljóna króna munur á hæsta og lægsta boði í gerð sjóvarna á VatnsleysuströndLeigðu 300 herbergi á Suðurnesjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega verndBjóða eldri borgurum afslátt af bílastæðagjaldi við flugstöðina